spot_img
HomeFréttirKKÍ búið að ganga frá skipun landsliðsþjálfara yngri liða

KKÍ búið að ganga frá skipun landsliðsþjálfara yngri liða

KKÍ hefur gengið frá skipun landsliðsþjálfara yngri liða fyrir komandi landsliðssumar 2017. Liðin taka öll þátt í verkefnum í sumar en framundan er stærsta landsliðssumar í sögu KKÍ þar sem lið í U15, U16, U18 og U20 í flokki drengja og stúlkna verða öll í verkefnum. Frá þessu er greint í frétt á vef KKÍ

Einar Árni Jóhannsson er yfirþjálfari yngri landsliða KKÍ og verður hann öllum þjálfurum innan handar og hefur yfirumsjón með undirbúningi liðanna. Æfingahópar liðanna verða valdir í lok nóvember og síðan munu öll liðin æfa milli jóla og nýárs í ár, þrjá daga hvert, á tímabilinu 27.-30. desember.

Hér fyrir neðan eru þeir þjálfarar sem þjálfa U15, U16 og U18 landslið drengja og stúlkna í ár en á næstu dögum verða þjálfarar U20 liðanna og Afreksbúðaþjálfarar (undanfara U15 2018) kynntir.

Landsliðsþjálfarar yngri liða KKÍ 2017

U18 kvenna · Finnur Jónsson og aðstoðarþjálfari er Sævaldur Bjarnason.
U18 karla · Friðrik Ingi Rúnarsson og aðstoðarþjálfari er Lárus Jónsson.

U16 stúlkna · Daníel Guðmundsson og aðstoðarþjálfari er Kristjana Eir Jónsdóttir.
U16 drengja · Viðar Hafsteinsson og aðstoðarþjálfari er Skúli Ingibergur Þórarinsson.

U15 stúlkna · Árni Þór Hilmarsson og aðstoðarþjálfari er Hildur Sigurðardóttir.
U15 drengja · Ágúst S. Björgvinsson og aðstoðarþjálfari er Snorri Örn Arnaldsson.

Fréttir
- Auglýsing -