Valskonur unnu í gærkvöldi öflugan útisigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Domino´s-deild kvenna. Mia Loyd fór þar mikinn en hún setti frákastamet á leiktíðinni með því að taka 25 fráköst í leiknum! Þar með setti hún Carmen Tyson-Thomas í 2. sæti með 22 fráköst en CTT reif þau niður í viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur þann 22. október síðastliðinn.
Mia Loyd gerði 15 stig í leiknum í gær gegn Snæfell, tók 25 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum. Hún fékk 36 framlagsstig fyrir framgöngu sína.
Topp 10 listi yfir flest fráköst í deildarkeppninni til þessa:
| Leikmaður | Leikur | Leiktími | Stigaskor | Hæsta gildi | |
|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Mia Loyd | Snæfell – Valur | 30-11-2016 19:15 | 73:82 | 25 |
| 2. | Carmen Tyson-Thomas | Njarðvík – Keflavík | 22-10-2016 16:30 | 65:71 | 22 |
| 3. | Mia Loyd | Valur – Skallagrímur | 02-11-2016 19:15 | 68:87 | 21 |
| 4. | Michelle Nicole Mitchell | Valur – Haukar | 12-11-2016 17:00 | 74:72 | 19 |
| 5. | Jóhanna Björk Sveinsdóttir | Skallagrímur – Haukar | 22-10-2016 16:30 | 70:57 | 19 |
| 6. | Carmen Tyson-Thomas | Njarðvík – Haukar | 02-11-2016 19:15 | 98:71 | 18 |
| 7. | Carmen Tyson-Thomas | Njarðvík – Valur | 05-10-2016 19:15 | 77:74 | 18 |
| 8. | Carmen Tyson-Thomas | Stjarnan – Njarðvík | 30-11-2016 19:15 | 74:83 | 18 |
| 9. | Mia Loyd | Valur – Snæfell | 11-10-2016 19:15 | 59:61 | 18 |
| 10. | Mia Loyd | Haukar – Valur | 09-10-2016 19:15 | 67:60 | 18 |



