spot_img
HomeFréttirDagur Kár: Vorum gjörsamlega ömurlegir

Dagur Kár: Vorum gjörsamlega ömurlegir

Dagur Kár Jónsson hafði ekki erindi sem erfiði gegn sínum gömlu félögum og var súr að leikslokum.

 

Hvernig tilfinning var að mæta á gamla heimavöllinn?

„Það var bara gaman. Eða svona fyrir leik, þá ætti það að vera gaman – við vorum bara gersamlega ömurlegir í kvöld. Sýndum aðeins í öðrum leikhluta hversu vel við getum spilað en heilt yfir vorum við virkilega slakir.“

 

Var ekkert auka stress í þér fyrir þennan leik?

„Neinei, ekkert þannig. Þetta er bara eins og hver annar leikur, maður reynir bara að fókusera á það hvað maður þarf að gera vel.“

 

Þú ert væntanlega ekkert sérstaklega ánægður með þitt framlag í leiknum?

„Nei, alls ekki. Ég var virkilega slappur eins og allt liðið. Við lærum bara af þessu – við eigum stóran leik á mánudaginn og mætum sterkir til leiks þá.“

 

Það má kannski segja að það hafi verið fyrsti leikhluti sem greindi á milli liðanna í kvöld. Það er erfitt að lenda 17 stigum undir og þið náðuð einfaldlega ekki að brúa bilið fyllilega?

„Nei, við náðum því ekki og að leyfa þeim að skora 27 stig í fyrsta leikhluta er bara rugl meðan að við skorum tíu. Það hafði klárlega áhrif á allan leikinn.“

 

Viðtal / Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -