spot_img
HomeFréttirHouston með sigur í tvíframlengdum naglbít gegn Warriors

Houston með sigur í tvíframlengdum naglbít gegn Warriors

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og bar þar hæst að Houston Rockets unnu magnaðan 132-127 sigur á Golden State eftir tvíframlenda háspennurimmu.

Ryan Anderson og James Harden voru báðir með 29 stig í liði Rockets en Harden límdi saman æðislega þrennu með 15 fráköst og 13 stoðsendingar! Þetta var fjórða þrenna Harden á leiktíðinni. Þá var Kevin Durant með 39 stig og 13 fráköst hjá Warriors og Draymond Green gerði 20 stig og tók 15 fráköst, þá var Steph Curry með 28 stig.

Durant jafnaði leikinn 113-113 þegar 19 sekúndur voru eftir og því varð að framlengja. Klay Thompson jafnaði aftur fyrir Warriors 123-123 þegar 27 sekúndur voru eftir af fyrstu framlengingu og í annarri framlengingunni byrjaði Houston 1-6 og Golden State komust ekki nærri eftir það.

Önnur úrslit næturinnar:
 

Hornets 97-87 Dallas
Brooklyn 93-111 Bucks
Memphis 95-94 Magic
Cavaliers 94-113 Clippers
Jazz 110-111 Miami 

Myndbönd næturinnar

 

Fréttir
- Auglýsing -