Á morgun kl. 17:00 fer fram 16 liða úrslitaviðureign Þórs og Tindastóls á Akureyri. Bæði eru liðin nú í efstu deild karla og staðsett á norðurhluta landsins og er því að myndast einhverskonar rígur á milli þeirra. Svo mikill er spenningurinn fyrir leik morgundagsins að leikmönnum Þórs fannst við hæfi að henda í rímu og taka upp myndband við til þess að hvetja fólk til þess að missa ekki af því þegar að þeir ganga frá Stólunum.



