spot_img
HomeFréttirMelo heitur í fjórða sigri Knicks í röð

Melo heitur í fjórða sigri Knicks í röð

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem New York Knicks unnu sinn fjórða deildarleik í röð með 103-114 útisigri gegn Miami Heat. Þessir fjórir sigrar í röð gera Knicks að heitasta liði austurstrandarinnar um þessar mundir. Carmelo Anthony tók vel á því og skilaði inn 35 stigum í liði Knicks. Goran Dragic var stigahæstur hjá Miami með 29 stig og 7 stoðsendingar. 

Talandi um hita þá vann San Antonio Spurs einnig sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves 91-105 á útivelli. Kawhi Leonard var með 31 stig og 4 stoðsendingar hjá Spurs en Zach LaVine var með 25 stig í liði Minnesota.

Menn eru að bjóða upp á svimandi frammistöður þessa dagana, Klay í gær með 60 punkta og í nótt var John Wall með 52 stiga leik gegn Orlando. Þrátt fyrir þessa frammistöðu Wall urðu Wizards að fella sig við 116-124 ósigur gegn Orlando þar sem sjö leikmenn Magic gerðu 10 stig eða meira í leiknum! 

Öll úrslit næturinnar:

Wizards 116-124 Magic
Heat 103-114 Knicks
Pistons 102-91 Bulls
Grizzlies 96-91 76ers
Timberwolves 91-105 Spurs
Jazz 112-105 Phoenix
 

Myndband – 52 stiga leikur hjá John Wall
 

Fréttir
- Auglýsing -