spot_img
HomeFréttirMeistararnir grimmir gestir í Garðinum

Meistararnir grimmir gestir í Garðinum

NBA meistarar Cleveland Cavaliers voru grimmir gestir í Madison Square Garden í nótt þegar þeir skelltu New York Knicks 94-126! Alls tíu leiki fóru fram í deildinni í nótt þar sem Rockets burstuðu Lakers og Golden State sýndu Clippers hverjir eru hvað í vestrinu.

Í New York sameinuðust LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love um að skora saman 74 af 126 stigum Cleveland í leiknum. LeBron með 25 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar, Love með 21 stig og 4 fráköst og Irving með 28 stig og 6 stoðsendingar. Hjá Knicks var Brandon Jennings stigahæstur með 16 stig. Cleveland er 14-5 í deildinni en New York 12-9 og þar með lauk fjögurra leikja sigurögnu Knicks.

Nei, James Harden var ekki stigahæstur þó Rockets hafi burstað Lakers 134-95 en þann heiður átti Eric Gordon með 26 stig og 4 fráköst en Harden var ekki fjarri með 25 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Lakers var Lou Williams stigahæstur af bekknum með 24 stig.

Toppslagur í vestrinu var viðureign Golden State og LA Clippers sem Warriors unnu 98-115 á útivelli! Klay Thompson var stigahæstur hjá Warriors með 24 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar og Draymond Green bætti við 22 stigum og 5 fráköstum. Hjá Clippers var Jamal Crawford stigahæstur komandi af bekknum með 21 stig. Warriors eru því 18-3 í deild en Clippers 16-6 eftir leikinn í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Hornets 87-77 Piston
Magic 87-117 Celtics
Nets 116-111 Nuggets
Hawks 103-95 Heat
Bucks 115-107 Trailblazers
Rockets 134-95 Lakers
Knicks 94-126 Cavaliers
Mavericks 89-120 Kings
Suns 94-109 Pacers
Clippers 98-115 Warriors

Myndbönd næturinnar
 

Fréttir
- Auglýsing -