spot_img
HomeFréttirSigur hjá Pelicans í framlengingu

Sigur hjá Pelicans í framlengingu

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans lögðu Phoenix í framlengdum slag og þá vann New York útisigur í uppgjöri gömlu risanna þegar liðið mætti LA Lakers í Staples Center vestanhafs.

Eric Bledsoe kom leiknum í framlengingu 110-110 en hann gerði síðustu stigin í venjulegum leiktíma þegar um 35 sekúndur voru eftir. Í framlengingunni komust Pelicans í 120-116 af vítalínunni þegar 3 sekúndur lifðu leiks svo Suns smelltu í þrist um leið og leiktíminn rann út en það dugði ekki til, lokatölur 119-120 fyrir Pelicans. Jrue Holiday var stigahæstur hjá Pelicans með 23 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar en Eric Bledsoe var með 32 stig og 8 stoðsendingar í liði Phoenix.

Í glímu gömlu risanna var Kritapas Porzingis atkvæðamestur í sigurliði Knicks með 26 stig, 12 fráköst og 7 varin skot í 112-118 útisigri New York gegn Lakers. Hjá heimamönnum í Staples Center var Lou Williams stigahæstur af bekknum með 24 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar en Julius Randle með 17 stig og 10 fráköst.

Úrslit næturinnar

Piston 79-97 76ers
Thunder 99-96 Celtics
Timberwolves 108-116 Warriors
Suns 119-120 Pelicans
Lakers 112-118 Knicks

Myndbönd næturinnar

 

Fréttir
- Auglýsing -