Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem LA Clippers mörðu 121-120 spennusigur gegn Portland Trailblazers. Clippers hafa nú unnið 18 deildarleiki og tapað 7 en Portland unnið 12 og tapað 14.
Sigurstig Clippers komu af vítalínunni þegar JJ Redick kom Clippers í 121-117 þegar rúmar sex sekúndur lifðu leiks. Damian Lillard minnkaði muninn í 121-120 með þrist þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir og þar við sat.
CJ McCollum var stigahæstur hjá Portland með 25 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar og Damian Lillard bætti við 24 stigum, 5 fráköstum og 8 stoðsendingum. Hjá sigurliði Clippers var Blake Griffin með 26 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Paul splæsti líka í tvennu með 21 stig og 14 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar
Pacers 110-94 Hornets
Raptors 122-100 Bucks
Heat 112-101 Wizards
Rockets 122-118 Nets
Mavericks 112-92 Nuggets
Clippers 121-120 Portland
Kings 116-92 Lakers
Myndbönd næturinnar



