Njarðvík og Þór Þorlákshöfn mætast í kvöld í Domino´s-deild karla kl. 19:15 í Ljónagryfjunni en þetta er síðasta umferðin í úrvalsdeild fyrir jólafrí. Stjörn KKD UMFN hefur ákveðið að allur ágóði miðasölu á leikinn í kvöld muni renna til Fjölskylduhjálpar Íslands og Neyðarsöfnunar Unicef fyrir börn í Sýrlandi!
Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu UMFN en þar segir einnig:
Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína í Ljónagryfjuna í kvöld og styðja vel við bakið á Njarðvík í baráttunni um tvö dýrmæt stig og um leið styrkja góð og þörf málefni en ágóði miðasölunnar mun renna að hálfu til Fjölskylduhjálpar Íslands og að hálfu til Neyðarsöfnunar Unicef.



