spot_img
HomeFréttirSefton Barrett yfirgefur Snæfell

Sefton Barrett yfirgefur Snæfell

Sefton Barrett sem leikið hefur með Snæfell yfirgefur Stykkishólm í jólafrí og kemur ekki aftur til liðsins eftir það. Þetta staðfesti Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfels í samtali við Karfan.is í dag.

 

Barrett er efstur í öllum tölfræðiþáttum liðsins með 21 stig, 11,3 fráköst og 3,1 stoðsendinu að meðaltali í leik. Ingi Þór hefur hinsvegar gagnrýnt hugarfar leikmannsins nokkuð síðustu missetin í viðtölum. 

 

Snæfell er í langneðsta sæti deildarinnar eftir fyrri umferð og er liðið en án sigurs. Ingi Þór sagði að leitin að nýjum erlendum leikmanni væri í fullum gangi og vonaðist til að hún næði árangri fljótlega. 

 

Mynd / Sumarliði Ásgeirsson – Barrett í síðasta heimaleik sínum gegn Þór Ak. 

Fréttir
- Auglýsing -