Verða Keflavík Íslandsmeistarar? Það er svosem aldrei að vita. Einhverja tölfræði er mögulega hægt að fá út úr stöðu liða yfir áramótin. 4 lið af 7 sem hafa verið á toppi deildarinnar yfir hátíðarnar hafa náð að klára tímabilið með sigri á þeim stóra, eða um 57%. Það er því spurning hvort að lið Keflavíkur fylgji þeirri hefð þetta árið, eða ekki? En liðið er sem stendur á toppi deildarinnar eftir 13 umferðir með 11 sigurleiki og 1 tap, 4 stigum (2 sigurleikjum) á undan ríkjandi íslandsmeisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli.
2009-2010

Efsta lið deildar um jól KR
Íslandsmeistarar KR
2010-2011

Efsta lið deildar um jól Hamar
Íslandsmeistarar Keflavík
2011-2012

Efsta lið deildar um jól Keflavík
Íslandsmeistarar Njarðvík
2012-2013

Efsta lið deildar um jól Keflavík
Íslandsmeistarar Keflavík
2013-2014

Efsta lið deildar um jól Snæfell
Íslandsmeistarar Snæfell
2014-2015

Efsta lið deildar um jól Snæfell
Íslandsmeistarar Snæfell
2015-2016

Efsta lið deildar um jól Haukar
Íslandsmeistarar Snæfell
2016-2017

Efsta lið deildar um jól Keflavík
Íslandsmeistarar ?



