spot_img
HomeFréttirIrving kláraði Warriors aftur

Irving kláraði Warriors aftur

Tveim leikjum er lokið í NBA deildinni á þessum risastóra Jóladegi. Körfuboltaáhugamenn hafa hingað til fengið auka jólapakka því þessir leikir hafa verið gríðarleg skemmtun og spenna til loka. 

 

 

Fyrr í kvöld fór Boston í sigurför til New York þar sem Isaiah Thomas átti frábæran leik fyrir Boston. Boston hafði yfirhöndina meirihluta leiksins en New York með þá Carmelo Anthony og Kristaps Porzingis í aðalhlutverki tókst að jafna leikinn þegar mínúta var eftir. 

 

Góður endasprettur Boston dugði svo til 119-114 sigurs og því ljóst að jólahátíðin fer vel af stað og Boston heldur áfram góðu gengi uppá síðkastið. 

 

Gríðarleg spenna var svo þegar liðin sem mættust í úrslitaeinvíginu fyrr á árinu mættust aftur í Cleveland. Golden State Warriors var sterkari aðilinn og ávalt skrefi á undan en Cleveland var aldrei langt á undan. 

 

Það var svo Borgnesingurinn Kyrie Irving sem skoraði úrslitakörfuna þegar 3,8 sekúndur voru eftir af leiknum. Til gamans má geta að þetta gerði hann einnig í leik sjö í úrslitaeinvíginu þá fyrir NBA meistaratitlinum. 

 

Kevin Durant var frábær hjá Warriors með 36 stig og 15 fráköst en MVP deildarinnar Stephen Curry fann sig engan vegin og hitti illa. Hjá NBA meisturunum var Lebron James að vanda sterkastur með 31 stig og 13 fráköst. Umtalaður Kyrie Irving daðraði þá við þrennu en hann var með 25 stig, 10 stoðsendingar, 6 fráköst og 7 stolna bolta.  

 

Myndband af sigurkörfu Irving má sjá hér að neðan.

 

 

 

Þrír leikir eru enn eftir í veislunni en það eru;

 

Chicago Bulls – San Antonio Spurs : Í gangi

Minnesota Timberwolves – Oklahoma City Thunder : Kl 01:00

Los Angeles Clippers – Los Angeles Lakers: Kl 3:30

Fréttir
- Auglýsing -