Russel Westbrook heldur áfram að fara hamförum í vesturdeild NBA deildarinnar. Hann fór fyrir Oklahoma City Thunder sem vann Miami Heat í nótt 106-94 þar sem Westbrook var með 29 stig, 17 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta er fimmtánda þrefalda tvennan hjá Westbrook á tímabilinu hingað til og sú þrítugasta á dagatalsárinu. Sem er næst mesta í sögunni á eftir Oscar Robertsson frá árinu 1961.
Boston Celtics halda áfram á góðu skriði en þeir unnu Memphis Grizzlies 113-103 í stórgóðum leik þar sem Avery Bradley átti fínan leik fyrir Boston. James Harden og Houston Rockets halda enn í efstu liðin í vestrinu er liðið vann hið ömurlega lið Dallas Maveriks 123- 107.
Að lokum vann Utah Jazz sigur á LA Lakers 102-100 eftir æsispennandi lokamínútur sem má sjá hér að neðan. Lakers hefur einungis unnið tvo af síðustu fimmtán leikjum sínum og hafa ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun. Utah hinsvegar hefur verið að finna taktinn og eru að klifra ofar í deildinni.



