Davið Arnar Ágústsson leikmaður Þórs er snúinn aftur á völlinn eftir nokkra vikna meiðsli. Hann meiddist í leik gegn Snæfell þar sem meiðslin litu vægast sagt illa út. Betur fór en á horfðist og hefur Davíð eingungis verið frá í 6 – 8 vikur.
Hann lék fyrstu mínúturnar eftir meiðsli gegn ÍR í síðustu umferð. Þar tókst honum ekki að komast á blað á 12 mínútum en hann er nú aftur í búning í dag gegn Skallagrím og mun væntanlega láta meira af sér kveða í þeim leik. Davíð er með 4,5 stig að meðaltali í leik og er gríðarlega eftirminnilegur í leiknum.
Han hlaut viðurnefnið kóngurinn á síðasta tímabili og því má segja að kóngurinn sé snúinn aftur og hljóta allir körfuboltaáhugamenn að fagna því.
Return of the King _x1f451__x1f451_ #DabbiKóngur #korfubolti pic.twitter.com/xhkmQUZ866
— Karfan.is (@Karfan_is) March 5, 2017



