spot_img
HomeFréttirÍslenskur dómari í Sumardeild NBA

Íslenskur dómari í Sumardeild NBA

Sumardeild NBA deildarinnar fer fram í Las Vegas í júlí næstkomandi. Íslendingar eiga ótrúlegt enn satt fulltrúa í deildinni í ár en Ísak Ernir Kristinsson mun dæma í deildinni. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. 

 

Ísak mun taka þátt í Global Camp fyrir efnilega dómara í Las Vegas ásamt því að dæma einhverja leiki. Ísak Ernir hefur stimplað sig sem einn fremsti dómari á Íslandi síðustu misseri en hann dæmdi bikarúrslitaleik karla og tvo leiki í úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur í Dominos deild karla.

 

Á heimasíðu KKÍ segir: „Það er ljóst að þetta verður mikil reynsla fyrir Ísak að dæma á þessum stalli, þar sem ungir leikmenn í dyragætt NBA deildarinnar eru að spila, og fá leiðsögn frá dómaraforystu NBA deildarinnar en Ísak er á lista yfir framtíðar FIBA dómara Íslands. Það er ljóst að þessi reynsla mun að sjálfsögðu koma íslenskum körfubolta til góða enda hefur það aldrei gerst að NBA bjóði íslenskum dómara til sín á námskeið.“

 

Nánari upplýsingar um leiktíma og deildina má finna hér

 

 

Fréttir
- Auglýsing -