Meðan nóttin sveif yfir urðu risastórar fréttir til í NBA deildinni. Paul George sem var búin að tjá Indiana Pacers að hann ætlaði að yfirgefa liðið árið 2018 er samningur hans rennur út hefur verið skipt til annars félags. George mun leika með MVP deildarinnar Russell Westbrook á næsta tímabili að minnsta kosti.
Indiana Pacers fær í staðin Victor Oladipo og Domantas Sabonis leikmenn Oklahoma City Thunder. Báða leikmennina fékk liðið ásamt Ilyasova í skiptum fyrir Serge Ibaka frá Orlando Magic fyrir ári síðan. Forráðamenn Indiana hafa ekki viljað hætta á að missa Paul George fyrir ekkert næsta sumar.
Talið er að Paul George vilji fara til LA Lakers sumarið 2018 er samningur hans rennur út. Hann er frá Kaliforníu og heftur farið leynt og ljóst með þann draum sinn að leika aftur í fylkinu. Oklahoma Thunder mun því að öllum líkindum einungis halda leikmanninum í eitt ár en áhugavert verður að fylgjast með samveru hans og Russel Westbrook.
Breaking: Paul George has been traded to the Oklahoma City Thunder, sources tell @ramonashelburne. pic.twitter.com/EhfxCbtYex
— SportsCenter (@SportsCenter) July 1, 2017



