Íslensk málnefnd hefur sent landsliðinu bréf þar sem því og stjórn KKÍ er hrósað fyrir að nota eiginnöfn leikmanna aftan á treyjur liðsins.
Mikil umræða fór af stað í kringum evrópumót karla og kvenna í fótbolta um hvort nota ætti eiginnöfn eða kenninöfn leikmanna aftan á treyjurnar.
Ármann Jakobsson sem sendi bréfið fyrir hönd Íslenskrar málnefndar birti brétið á Twitter fyrr í kvöld sem var sent á stjórn KKÍ og leikmenn liðsins. Fyrir síðasta Eurobasket var þessi ákvörðun tekin en þá voru það leikmenn liðsins sem vildu nota eiginnöfn sín á treyjurnar.
Bréfið sem Ármann birti má finna hér að neðan:
Íslensk málnefnd sendir ekki aðeins skammarbréf: pic.twitter.com/n3t7okxvOI
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) September 4, 2017



