Þéttofinn varnarleikur Íslands- og bikarmeistara KR reyndist Njarðvíkingum um megn í kvöld þegar liðin áttust við í 8-liða úrslitum Maltbikarsins. KR komið í Höllina en Njarðvíkingar sitja eftir með sárt ennið. Lokatölur í Ljónagryfjunni, 68-87 KR í vil.
Gestirnir úr Vesturbænum settu tóninn snemma, menn komu tilbúnir af bekknum eins og Sigurður Þorvaldsson sem átti prýðisgóðan leik í kvöld og heilt yfir rúllaði KR vel á sínu og fengu framlag úr velflestum áttum. Röndóttir gestirnir voru hvergi bangnir í baráttunni, ýttu heimamönnum úr sínum aðgerðum og uppskáru verðskuldaðan sigur.
Flest gekk upp hjá KR í kvöld og lafði lukka leit við endrum og sinnum, t.d. þegar Darri Hilmarsson jók muninn í 60-77 með þrist um leið og skotklukkan rann sitt skeið. Það var sannkallað grísaskot og svona fullvissa á því að KR væri með þetta.
Njarðvíkingar náðu að minnka muninn í 45-53 í þriðja leikhluta en KR hélt heimamönnum ávallt fjarri og var munurinn 53-63 að loknum þriðja leikhluta. Í þeim fjórða var aldrei spurning hvort liðið væri að fara að klára verkefnið svo KR sigldi heim öruggum sigri 68-87 eins og áður greinir.
Kristófer Acox og Björn Kristjánsson voru atkvæðamestir hjá KR í kvöld með 15 stig og Sigurður Þorvaldsson kom með 13 stig af bekknum. Hjá Njarðvík var Maciek Baginski stigahæstur með 20 stig og þeir Logi Gunnarsson og Terrell Vinson báðir með 15 stig.
Tölfræði leiksins
Njarðvík-KR 68-87 (11-24, 20-23, 22-16, 15-22)
Njarðvík: Maciek Stanislav Baginski 20, Terrell Vinson 15/11 fráköst, Logi Gunnarsson 15/6 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 8/6 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 5/8 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 3/6 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0, Brynjar Þór Guðnason 0.
KR: Kristófer Acox 15/6 fráköst, Björn Kristjánsson 15, Sigurður Á. Þorvaldsson 13/10 fráköst, Darri Hilmarsson 11/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 10/5 stoðsendingar, Zaccery Alen Carter 5, Jalen Jenkins 5/4 fráköst, Orri Hilmarsson 2, Karvel Ágúst Schram 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Benedikt Lárusson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Jón Guðmundsson, Rögnvaldur Hreiðarsson



