Kjörið á íþróttafólki UMFN 2017 fór fram í Ljónagryfjunni miðvikudaginn 27. desemeber. Körfuknattleiksmaður UMFN 2017 er Logi Gunnarsson fyrirliði karlaliðs Njarðvíkur og leikmaður A-landsliðs Íslands. Körfuknattleikskona UMFN 2017 er Björk Gunnarsdóttir leikmaður U20 ára landsliðs Íslands og fyrirliði kvennalið Njarðvíkur.
Mynd/ Logi og Björk við hóf Ungmennafélags Njarðvíkur í Ljónagryfjunni.



