spot_img
HomeFréttirBrotist inn í klefa Stjörnunnar

Brotist inn í klefa Stjörnunnar

ÍR tók 1-0 forystu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla í gærkvöldi. Á meðan leik stóð voru unnin skemmdarverk í búningsklefa Stjörnumanna.

Í frétt Vísir.is segir: „Brotist var inn í klefann í síðari hálfleik og aðkoman var ekki hugguleg er svekktir leikmenn Stjörnunnar fóru til búningsklefa eftir að hafa tapað leiknum. Föt leikmanna lágu út um öll gólf og búið var að henda ávaxtabökkum liðsins sömuleiðis út á gólf. Ofan í klósettinu var síðan armband í eigu leikmanns Stjörnunnar sem og rándýrir Jordan-skór.“

Fréttin í heild sinni á Vísir.is

Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson

Fréttir
- Auglýsing -