spot_img
HomeFréttirÞór og Vestri freista þess að jafna metin

Þór og Vestri freista þess að jafna metin

Einn leikur fer fram í Domino´s-deild kvenna í dag þegar Skallagrímur tekur á móti Keflavík kl. 19:15 í Fjósinu í Borgarnesi. Þá eru tveir leikir í úrslitakeppnum 1. deildanna þegar Þór Akureyri tekur á móti Fjölni kl. 16.30 í 1. deild kvenna og Vestri tekur á móti Breiðablik í 1. deild karla kl. 19:15.

Fjölnir leiðir 1-0 gegn Þór Akureyri í 1. deild kvenna í undanúrslitum en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimmuna um sæti í Domino´s-deild kvenna. Þá leiða Blikar 1-0 gegn Vestra eftir öruggan 93-64 sigur í fyrsta leik liðanna.

Í Fjósinu eru tvö dýrmæt stig í boði fyrir Skallagrím sem eru 2 stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti deildarinnar sem er eins og flestum er kunnugt jafnframt síðasta sætið inn í úrslitakeppni deildarinnar. Borgnesingar munu því vafalítið selja sig dýrt á heimavelli í kvöld.

Mynd/ Bjarni –  Blikar mæta Vestra á Ísafirði í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -