Tveir leikir eru í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld. Stjarnan tekur á móti ÍR í Ásgarði þar sem ÍR leiðir 1-0 og Njarðvík tekur á móti KR í Ljónagryfjunni þar sem KR leiðir 1-0. Karfan.is fékk Jón Magnússon fyrrum leikmann Stjörnunnar sem nú er búsettur í Danmörku til þess að rýna í leiki kvöldsins. Jón var alkunnur fyrir baneitraða vinströ hönd hér ekki alls fyrir löngu og hefur síðan þá m.a. þjálfað í Bandaríkjunum en er nú kominn yfir til Danmerkur en fylgist engu að síður með íslenska boltanum af kostgæfni.
Njarðvík – KR
KR náði sigri í fyrsta leik, líklega eins og flestir spáðu. Njarðvíkingarnir náðu að hanga í þeim þangað til í seinni hálfleik þar sem KR gaf aðeins í og landaði sigri.
Núnar færist leikurinn í Ljónagryfjuna þar sem Njarðvík á eftir að mæta með sitt rétta andlit og færa okkur hörkuleik.Ég held að við eigum eftir að sjá baráttuleik þar sem endar með sigri Njarðvíkur. Nat vélin mun sýna á sér sparihliðarnar og Vinson munu gera gæfumuninn í kvöld.
Njarðvík vinnur með 8 stigum.
Stjarnan – ÍR
Þarna er viðureign sem getur farið á hvora vegu. Fyrsti leikur liðanna var ekkert sérstaklega fallegur ekki mikið flæði en ÍR alltaf á skrefinu undan. Ég tel að þetta snúist við í Ásgarði og Stjarnan nái að spila betur heldur en á fimmtudaginn. Það veltur mikið á að Combs nái að setja saman góðan leik en hann hefur verið upp og niður.
Hlynur er auðvitað í fullri vinnu við að passa körfuna og þá sérstaklega að reyna að halda Taylor niðri sem er heldur betur verðugt verkefni.
Stjarnan vinnur með 10 stigum.
Hvort Jón reynist spámaður í öðru föðurlandi kemur í ljós eigi síðar en um kl. 21 í kvöld.
Mynd/ Efri mynd er eftir Þorstein Eyþórsson frá fyrstu viðureign ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla en sú neðri er af „Byssunni“ Jóni Magnússyni á góðum tíma með Stjörnunni og með honum á myndinni er bakvörðurinn Þorvaldur S. Kristjánsson.




