Flestir eru nú búnir að fá góðan tíma til að velta sér upp úr sigurkörfu Kára Jónssonar gegn Keflavík í gærkvöldi. Tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Jón Jónsson var ekkert að tvínóna við hlutina og setti upp „The Kári Jónsson challenge“ í morgun.
Jón ásamt bróður sínum Friðriki Dór og nokkrum vinum til viðbótar reyndu við Kára Jóns-skotið í Kaplarkika í morgun en hægt er að fylgjast með fjörinu á Instagram-sögu Jóns: www.instagram.com/jonjonssonmusic/
Þið sem reynið við Kára Jóns-skotið á næstunni megið endilega deila þeim tilraunum með okkur á karfan.is



