spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppni Domino´s-deildar kvenna hefst 2. apríl

Úrslitakeppni Domino´s-deildar kvenna hefst 2. apríl

Körfuknattleikssamband Íslands hélt í dag blaðamannafund fyrir úrslitakeppnina í Domino´s-deild kvenna en hún hefst þann 2. apríl næstkomandi á viðureign Hauka og Skallagríms. Glíma Keflavíkur og Vals hefst svo 3. apríl. Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum og úrslitum til þess að verða Íslandsmeistari.

Haukar-Skallagrímur

Haukar unnu þrjá og Skallagrímur einn af deildarleikjum liðanna í vetur. Haukar hafa þrívegis orðið Íslandsmeistarar eftir úrslitakeppni en það voru árin 2006, 2007 og 2009 en Borgnesingar hafa ekki unnið þann stóra, hver veit nema breyting verði þar á eftir þetta tímabil? Ari Gunnarsson stýrir Skallagrím og heldur nú inn í sína þriðju úrslitakeppni kvenna á ferlinum en kollegi hans hjá Haukum, Ingvar Guðjónsson, er aðalþjálfari í sinni annarri úrslitakeppni á ferlinum.

Leikdagar í einvíginu:

2. apríl Haukar – Skallagrímur

6.  apríl Skallagrímur – Haukar

10. apríl Haukar – Skallagrímur
13. apríl Skallagrímur – Haukar *ef þarf
15. apríl Haukar – Skallagrímur *ef þarf 

Keflavík-Valur

Félögin skiptu systurlega deildarleikjunum á milli sín, unnu bæði tvo leiki. Engum blöðum er um það að fletta að Keflavík er sigursælasta kvennalið landsins með 12 Íslandsmeistaratitla undir beltinu eftir úrslitakeppni og eru ríkjandi meistarar. Valskonur hafa hinsvegar ekki orðið Íslandsmeistarar eftir úrslitakeppni og freista þess að breyting verði þar á. Þær munu sakna Kristrúnar Sigurjónsdóttur sem lék ekki síðustu níu leikina með Val og verður fjarverandi amk út þessa leiktíð. Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur heldur nú inn í sína sjöundu úrslitakeppni í efstu deild kvenna en mótþjálfari hans Darri Freyr Atlason þreytir frumraun sína á þessu sviði. Reynslan vs. „rookie-inn.“

Leikdagar í einvíginu

3. apríl Keflavík – Valur

7. apríl Valur – Keflavík

10. apríl Keflavík – Valur

13. apríl Valur – Keflavík *ef þarf

15. apríl Keflavík – Valur *ef þarf

Mynd/ Frá fundi KKÍ í dag þar sem fulltrúar liðanna fjögurra „mátuðu“ bikarinn eftirsótta.

Fréttir
- Auglýsing -