spot_img
HomeFréttirSilfurskeiðin: Hræðilegar fréttir sem við fengum áðan!

Silfurskeiðin: Hræðilegar fréttir sem við fengum áðan!

Áðan bárust þær fregnir úr herbúðum Stjörnunnar að ekki yrði framlengt við Hrafn Kristjánsson um að halda áfram þjálfun meistaraflokks karla. Hrafn tók við liðinu fyrir fjórum árum og hefur sá tími verið ansi tíðindamikill. 

 

Hrafn sjálfur talaði um það sjálfur eftir tapið gegn ÍR síðasta sunnudag að honum þætti ótrúlega vænt um félagið og að það hefði komið honum á óvart hversu mikið hann blæddi fyrir félagið. 

 

Væntumþyggjan virðist vera endurgoldin frá stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðinni. Þeir tístu fyrr í dag kveðjuorðum til þjálfarans fyrrverandi þar sem meðal annars stendur „þú veist að við munum alltaf elska þig og sárt að sjá þig fara".

 

Ljóst er að vel verður tekið á móti Hrafni í Ásgarði í framtíðinni hvort sem það er sem gestur eða þjálfari annars liðs. Tíst þeirra Silfurskeiðamanna er hér að neðan:

 

Mynd / Bára Dröfn – Silfurskeiðin í síðasta leiks Hrafns við stýrið í Ásgarði

Fréttir
- Auglýsing -