Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. LA Lakers lögðu San Antonio Spurs 122-112 eftir framlengdan slag og þá höfðu Toronto Raptors öruggan sigur á Boston Celtics 96-78.
Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 30 stig og 5 fráköst en LaMarcus Aldridge gerði 28 stig og tók 9 fráköst hjá Spurs. DeMar DeRozan var svo stigahæstur í sigri Raptors með 16 stig og 3 fráköst en Marcus Morris var með 21 stig og 5 fráköst hjá Celtics.
Önnur úrslit næturinnar:
Detroit 108-115 Philadelphia
Orlando 105-100 Dallas
Atlanta 86-115 Miami
New Orleans 123-95 Memphis
Topp 10 tilþrif næturinnar
Mynd/ Kuzma var með 30 stig í sigri Lakers á Spurs í nótt.



