Lykilleikmaður 8. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Stjörnunnar Nikolas Tomsick.
Í jöfnum sigurleik gegn Þór á Akureyri var Tomsick allt í öllu fyrir sína menn. Á tæpum 33 mínútum spiluðum skilaði hann 44 stigum, 3 fráköstum og 5 stoðsendingum. Þá setti hann niður 11 af 17 skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna, en það síðasta var sigurkarfa Stjörnunnar í leiknum.

Lykilleikmenn umferða:
- umferð – Dominykas Milka (Keflavík)
- umferð – Viktor Lee Moses (Fjölnir)
- umferð – Georgi Boyanov (ÍR)
- umferð – Ólafur Ólafsson (Grindavík)
- umferð – Jamal K Olasawere (Grindavík)
- umferð – Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan)
- umferð – Marko Bakovic (Þór)
- umferð – Nikolas Tomsick (Stjarnan)



