Njarðvík hefur samið við Bandaríkjamanninn Chaz Calvaron Williams um að leika með liðinu í Dominos deild karla. Chaz bætist við sem annar Bandaríkjamaður í Njarðtaks-gryfjunni en hann er leikstjórnandi. Fyrir er Njarðvík með Wayne Martin í stöðu framherja.
Chaz er staðháttum kunnur á Íslandi en tímabilið 2017-2018 kláraði hann leiktíðina hjá Þór Þorlákshöfn undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar þjálfara.
Mun leikmaðurinn vera kominn til landsins, en ólíklegt þykir þó að hann verði tilbúinn í næsta leik liðsins sem er gegn Val komandi föstudag.



