spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÚrslit: Fyrsta tap KR á tímabilinu kom gegn ÍR

Úrslit: Fyrsta tap KR á tímabilinu kom gegn ÍR

Fjórum leikjum er lokið í Dominos deild karla þar sem leikið er í fimmtu umferð deildarinnar.

Í Keflavík unnu heimamenn nokkuð sannfærandi sigur á Val. Valsarar komu með gott áhlaup í seinni hálfleik en Keflavík svaraði því frábærlega og unnu góðan sigur.

Slagurinn um norðurland fór fram á Sauðárkróki þar sem Tindastóll hafði betur. Þá unnu Þórsarar frá Þorlákshöfn flottan sigur á Haukum og spyrna sér þar með frá botninum í bili.

ÍR varð svo fyrsta liðið til að sigra KR á tímabilinu er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld þar sem liðin sem léku til úrslita á síðasta tímabili mættust á ný.

Úrslit kvöldsins – Dominos deild karla:

Keflavík 92-82 Valur

Tindastóll 89-77 Þór Ak

ÍR 78-77 KR

Þór Þ 89-81 Haukar

Fréttir
- Auglýsing -