spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEngin dagsetning á hvenær Björn snúi aftur

Engin dagsetning á hvenær Björn snúi aftur

Óvíst er hvenær leikmaður KR, Björn Kristjánsson, muni snúa aftur á parketið, en leikmaðurinn er búinn að vera frá í fyrstu þremur umferðum Dominos deildarinnar. Runólfur Trausti Þórhallsson á Vísi greinir frá.

Samkvæmt fréttinni á Björn við meiðsl að stríða í mjöðminni, þar sem haldið er af læknum að það sé mjaðmakúlan sem valdi honum sársaukanum. Segir Björn að þetta vandamál hafi fyrst komið upp þegar að hann lék með Njarðvík tímabilið 2016-17. Að hann finni minna til þegar að hann hitnar og að hingað til hafi hann getað spilað leiki, þó svo hann hafi kannski ekki geta sofið eftir þá vegna sársaukans.

Segist hann nú hafa farið í sprautur sem geri hann betri með hverjum deginum og vonast hann til að aðeins nokkrar vikur séu þangað til að hann geti aftur farið af stað með sínum mönnum.

Björn hefur oftar en ekki verið lykilleikmaður í meistaraliði KR síðustu ár og því mikilvægt fyrir þá að hann komist aftur í leik.

Fréttir
- Auglýsing -