spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFyrsti sigur ÍR kom í Hellinum gegn Völsurum

Fyrsti sigur ÍR kom í Hellinum gegn Völsurum

Valsmenn byrjuðu talsvert betur en heimamenn í Hellinum í kvöld. Grimmd og ákveðni var áberandi meiri til að byrja með hjá gestunum. Borche náði sínum mönnum aðeins í gang en Valur hélt átta stiga forskoti í hálfleik.

Þriðji fjórðungur einkenndist, eins og annar fjórðungur, af litlum áhlaupum hjá báðum liðum og Valsarar voru alltaf með yfirhöndina. ÍR kom sterkt inn í fjórða fjórðung og náði loksins forystunni og leit ekki um öxl. Stórar körfur hjá Sæþóri og mikil barátta og dugnaður skóp sigur ÍR-inga. Fyrsta tap Valsara staðreynd og má kannski segja að liðinu var loksins refsað eftir upp og ofan leiki í fyrstu tveimur umferðunum þar sem sigrar náðust.

Gangur leiks:

Valur komst í 6-16 og mest í 12 stiga forskot í fyrsta leikhluta. Borche reif sína menn í gang með kröftugu leikhléi en Valsmenn héldu þó alltaf forystunni. Valur vann frákastabaráttuna í fyrri hálfleik og gerði liðið það sóknarmeginn. Átta sóknarfráköst gegn þremur hjá heimamönnum. Evan Cristopher, Georgi og Florijan héldu ÍR gangandi sóknarlega en hjá Valsmönnum dreifðist skorið meira. Evan skilaði sautján stigum niður og Chris fimmtán hjá Val. Natvélin reif niður fimm sóknarfráköst í fyrri hálfleik og Valur var +14 með hann inn á vellinum.

ÍR liðið sýndi fyrirmyndar leik í seinni hálfleik, þá sérstaklega í fjórða fjórðungi og verðskuldaði sigurinn. Valur leiddi fyrir loka fjórðunginn en ÍR kom sterkt inn í hann og hafði sigur að lokum. Stigaskor Vals hélt áfram að dreifast en stóru skotin fóru ekki niður á ögurstundu á meðan Sæþór setti niður risa fimm stig undir lokin. Georgi skilaði sérstaklega flottum tölum þegar hann var inn á.

Vendipunkturinn:

ÍR hafði oft komist nálægt því að jafna leikinn en það tókst loksins í upphafi fjórða fjórðungs. Það var herslumunurinn sem þurfti og ÍR hélt út til loka og kláraði fyrsta sigurinn.

Hetjan: Evan Christopher Singletary

27 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Georgi skilaði sama stigafjölda með betri nýtingu og hærra framlag en Evan þurfti að spila allar 40 mínútur leiksins í fjarveru Arnórs Hermannssonar og fær því nafnbótina. Georgi hefði líklega spilað allan leikinn ef hann hefði ekki fengið sína fjórðu villu undir lok þriðja fjórðungs.

Tölfræðin lýgur ekki:

Raggi Nat var +11 þegar hann var inni á vellinum. Hann lék lítið í seinni hálfleik þegar ÍR tókst að koma til baka. ÍR liðið sigraði frákastabaráttuna í seinni hálfleik og það má spyrja sig hvers vegna það er. Daði var +15 hjá ÍR en hann spilaði hörkufína vörn en á stundum mátti deila um hversu lögleg hún var.

Stemmningsleysi í Hellinum til að byrja með:

ÍR-ingar virkuðu hálfsofandi í byrjun leiks og gengu Valsarar á lagið. Komust fljótlega í 6-16 forystu og Valur tók t.a.m. fyrstu þrjú sóknarfráköstin sem voru í boði eftir klúðruð skot. Borche kveikti í sínum mönnum í leikhléinu og vaknaði liðið við smá öskur.

Endurtekið efni sem endurtók sig ekki í lokafjórðungnum:

Valur hélt alltaf forskoti í gegnum fyrstu þrjá fjórðungana. Komust oft 10-12 stigum yfir og ÍR minnkaði svo muninn í 3-5 stig. Endurkoman heppnaðist í byrjun fjórða fjórðungs og ÍR leit ekki til baka.

Pirringur gestanna:

Valsarar virkuðu pirraðir nánast frá upphafi eins og Ágúst kom inn á í viðtali eftir leik. Mælirinn fylltist þegar Chris fékk heimskulega tæknivillu eftir margar aðvaranir á liðið. Það sást á samherjum hans að það féll ekki vel í kramið. Chris lét varnarleik Daða fara mikið í taugarnar á sér en Daði er meistari í að spila eins hart og dómarinn leyfir og stundum harðar.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, viðtöl / Sæbjörn Þór

Myndir / Þorsteinn Eyþórsson

Fréttir
- Auglýsing -