spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKristófer með meisturunum næstu tvö árin

Kristófer með meisturunum næstu tvö árin

KR hefur samið við framherjann Kristófer Acox um að leika áfram með liðinu næstu tvö árin. Þetta tilkynnir formaður KR, Böðvar Guðjónsson, á Facebook síðu sinni.

Kristófer er uppalinn KR-ingur, sem hefur aðeins leikið með liðinu þegar hann hefur verið á Íslandi. Fyrir utan það var hann til nokkurra ára hjá Furman háskólanum í Bandaríkjunum og hluta úr tímabilum bæði með Star Hotshots á Filipseyjum og hjá Denain í Frakklandi. Þá hefur Kristófer einnig leikið 40 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Á síðast tímabili skilaði Kristófer 14 stigum og 10 fráköstum að meðaltali í leik fyrir meistara KR.

Mynd: Facebook / Böðvar og Kristófer með samninginn

Fréttir
- Auglýsing -