Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Litáíska miðherjann/framherjann Mantas Virbalas. Í tilkynningu Þórs segir:
Mantas er 202 cm á hár og 31 árs sem kemur til með að spila fyrir okkur ásamt því að aðstoða við að þjálfa unga leikmenn.
Lárus þjálfari segir Mantas komi með reynslu sem vantar í liðið eftir að hafa spilað síðustu tvö ár í NM2 í Frakklandi ásamt því að hafa spilað í NM1 í sama landi og ProA í þýskalandi.
Mantas er væntanlegur með haustskipunum ásamt konu og tveimur börnum.



