spot_img

Regina Palusna til Vals

Íslands- og bikarmeistarar Vals ætla sér stóra hluti á næstu leiktíð í Dominos deild kvenna. Liðið stefnir á evrópukeppni og er því á fullu að styrka leikmannahóp sinn. Í dag var tilkynnt að liðið hefði samið við evrópskan leikmann.

Í tilkynningu Vals segir: „Valur hefur samið við Reginu Palusna 30 ára miðherja frá Slóvakíu um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deildinni. Regina er 192 cm á hæð og afar hreifnalegur leikmaður með mikla reynslu úr Evrópuboltanum. Hún hefur að auki spilað í Áströlsku deildinni (2018) þar sem hún var að meðaltali með 16,6 stig, 7,5 fráköst, 3,4 stoðsendingar, 1,9 stolnir boltar og 2,1 varin skot í leik. Á meðfylgjandi mynd má sjá samherjana Helenu Sverrisdóttur og Reginu í baráttu í slóvönsku deildinni fyrir nokkrum “

„Undirbúningstímabilið er hafið hjá Val og spennandi tímar framundan í körfunni á Hlíðarenda. “

Fréttir
- Auglýsing -