spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAndrés og Veigar Hlynssynir til Keflavíkur - Deane Williams með liðinu á...

Andrés og Veigar Hlynssynir til Keflavíkur – Deane Williams með liðinu á næsta tímabili

Bræðurnir Andrés Ísak og Veigar Áki Hlynssynir hafa samið við Keflavík um að leika með liðinu á næsta tímabili. Koma þeir báðir úr KR.

Andrés er tvítugur framherji sem er hluti af undir 20 ára liði Íslands sem heldur á Evrópumót nú í sumar. Yngri bróðir hans, Veigar, er átján ára bakvörður sem leikið hefur með yngri landsliðum Íslands, en hann var fyrir tveimur árum valinn einn af hundrað efnilegustu leikmönnum álfunnar.

Þá samdi Keflavík einnig í dag við enska leikmanninn Deane Williams. Williams er tveggja metra framherji sem síðustu þrjú ár hefur leikið með Augusta háskólanum í Bandaríkjunum. Á lokaárinu sínu þar skilaði hann 16 stigum, 9 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 vörðum skotum að meðaltali í leik.

Tölfræði úr háskóla

Leikbrot:

Fréttir
- Auglýsing -