Keflavík hefur samið við miðherjann Dominykas Milka um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.
Milka er lithái, sem síðustu tvö tímabil hefur leikið í frönsku NM1 deildinni. Á síðasta tímabili þar skilaði hann 13 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Áður hefði hann leikið sem atvinnumaður í Sviss, Eistlandi, Japan og Litháen. Þar áður var hann í bandaríska háskólaboltanum með liði St.Rose.
Von er Milka til Keflavíkur í byrjun september.



