Matthías Orri Sigurðarson skrifaði undir samning við KR í dag þar sem hann snýr á heimahagana eftir nokkra ára veru hjá liði ÍR.
Matthías leiddi lið ÍR alla leið í úrslit Íslandsmótsins þar sem liðið tapaði gegn einmitt KR í úrslitaeinvíginu. Síðustu ár hefur Matthías verið gríðarlega stór hluti af uppbyggingu ÍR sem toppaði í bili er liðið komst í úrslit.
Matthías hefur verið meðal bestu leikmanna Dominos deildarinnar síðustu ár en hann var í úrvalsliði mótsins á nýliðnu tímabili. Það verður skellur fyrir ÍR að missa þennan sterkan leikmann en mikilll styrkur fyrir KR sem virðist ætla að gera sterka atlögu að sjöunda Íslandsmeistaratitilinum í röð.
Viðtal við Matthías má finna hér að neðan:



