spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJaka Brodnik fylgir Baldri í Skagafjörðinn

Jaka Brodnik fylgir Baldri í Skagafjörðinn

Tindastóll hefur samið við slóvenska leikmannin Jaka Brodnik fyrir komandi keppnistímabil í Dominos deildinni.

Jaka kemur til liðs við Tindastól frá Þór Þorlákshöfn og er þetta fyrsti leikmaðurinn sem Baldur Þór, nýráðinn þjálfari Tindastóls, fær til liðsins.

Jaka Brodnik var með 15 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Þór á síðasta tímabili, en liðið fór í undanúrslit þar sem það var slegið út af Íslandsmeisturum KR.

Fréttir
- Auglýsing -