Framundan er lengsta undirbúningstímabil í manna minnum en síðasta tímabili var aflýst er Covid 19 faraldurinn sveif yfir heimsbyggðinni.
Nokkuð rót hefur verið á þjálfaramálum síðustu vikur og mánuði. Fjórir þjálfarar hafa tekið við nýjum störfum í Dominos deild karla en eru þjálfaramál frágengin hjá öllum liðum í deildinni.
Fyrir utan eitt lið, Þór Akureyri sem enn er þjálfaralaust. Liðið missti Lárus Jónsson til nafna sinna í Þorlákshöfn. Akureyringar hafa rætt við nokkra þjálfara en enn hefur ekkert verið staðfest.
Hér að neðan má sjá lista yfir alla þjálfara deildarinnar á næstu leiktíð:
Stjarnan: Arnar Guðjónsson
- Aðstoðarþjálfarar: Ingi Þór Steinþórsson og Dani Rodriquez (ný)
Keflavík: Hjalti Þór Vilhjálmsson
- Aðstoðarþjálfari: Finnur Jónsson
Tindastóll: Baldur Þór Ragnarsson
- Aðstoðarþjálfari: Jan Bezica
KR: Darri Freyr Atlason (nýr)
Njarðvík: Einar Árni Jóhannsson
- Aðstoðarþjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson(nýr)
Haukar: Israel Martin
- Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason (nýr)
ÍR: Borche Ilievski
Grindavík: Daníel Guðni Guðmundsson
- Aðstoðarþjálfari: Helgi Jónas Guðfinnsson, Þorleifur Ólafsson
Þór Þ: Lárus Jónsson (nýr)
Valur: Finnur Freyr Stefánsson (nýr)
Þór Ak: Óljóst
Höttur: Viðar Örn Hafsteinsson



