spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSæþór hjá ÍR næstu tvö árin

Sæþór hjá ÍR næstu tvö árin

Sæþór Elmar Kristjánson hefur framlengt samning sinn við ÍR um tvö ár. Þetta tilkynnti liðið fyrr í kvöld.

Sæþór er 23. ára framherji sem hefur verið í lykilhlutverki í liði Breiðhyltinga síðustu ár. Hann lék alla leiki liðsins á síðustu leiktíð og endaði með 6,8 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik.

Leikmaðurinn gerir tveggja ára samning við liðið þar sem hann er uppalinn. Sæþór á að baki yngri landsleiki og verður spennandi að sjá hann vaxa enn frekar hjá liði Breiðhylinga.

Fréttir
- Auglýsing -