Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.
- Jose Medina Aldana, leikstjórnandi Hamars á seinasta tímabili er undir smásjá hjá liðum í efstu deild ásamt Haukum
- Sigtryggur Arnar Björnsson, sem nýlega samdi við Tindastól, er sagður líklegur til þess að fara aftur til Spánar
- Þorvaldur Orri Árnason, leikmaður U20 og KR, er sagður á leiðinni norður til Þórs Akureyri
- Þá er leikmaður fallliðs Hattar Dino Stipcic sagður vilja vera áfram í úrvalsdeildinni og einnig í viðræðum við Þór Akureyri
- Talið er líklegt að Vestri semji við Srdan Stojanovic
- Fregnir herma að Dúi Jónsson, leikmaður U20 og Stjörnunnar, sé í viðræðum við Grindavík
- Njarðvík eru sagðir vera á eftir miðherja Þórs Akureyri frá síðasta tímabili Ivan Aurrecoechea
- Pavel Ermolinkij er eins og staðan er núna sagður hættur. Ef svo færi að hann myndi spila á næsta tímabili, er það talið ólíklegt það verði með Val.
- Að Björn Kristjánsson fari úr KR yfir í Val er talið næsta öruggt
- Eftir að hafa verið orðaður við næstum öll lið úrvalsdeildarinnar er nú talið að Brynjar Þór Björnsson verði áfram í KR
- Þá er sagt að Helgi Már Magnússon verði næstum örugglega næsti þjálfari þeirra og að Darri Freyr Atlason, fyrrum þjálfari þeirra, verði á einhvern hátt í þjálfarateyminu
- Heyrst hefur að Illugi Auðunsson og Illugi Steingrímsson muni ganga til liðs við Ármann í 2. deildinni frá Val
- Þá berast fregnir af því að erfiðlega gangi að setja saman úrvalsdeildarlið Skallagríms kvenna, sem enn eru án einhverra leikmanna
- Lið Fjölnis í úrvalsdeild kvenna er einnig sagt vera að missa frá sér leikmenn. Diljá Ögn Lárusdóttir er sögð vera á leiðinni í Stjörnuna, Sara Diljá Sigurðardóttir er sögð ætla að hætta, Fanney Ragnarsdóttir er sögð vera að leita sér að nýju liði, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir er sögð fara í KR og Heiða Hlín Björnsdóttir er farin í Þór Akureyri.
Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]



