spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJúlíus Orri til Caldwell Cougars

Júlíus Orri til Caldwell Cougars

Bakvörðurinn Júlíu Orri Ágústsson mun halda vestur um haf til Bandaríkjanna fyrir næsta tímabil og leika með Caldwell University Cougars í bandaríska háskólaboltanum. Staðfesti leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag. Cougars eru í 2. deild háskólaboltans og leika í Central Atlantic hluta deildarinnar, en skólinn er staðsettur í New Jersey ríki.

Júlíus Orri er 19 ára gamall og að upplagi úr Þór Akureyri, þar sem hann hefur leikið allan sinn feril til þessa. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 82 leiki fyrir meistaraflokk Þórs, en hann lék sinn fyrsta leik með þeim aðeins 14 ára gamall tímabilið 2016-17. Þá hefur hann einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands.

Þrátt fyrir að hafa verið að koma úr meiðslum nú undir lok þessa tímabils skilaði Júlíus Orri 11 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 8 leikjum fyrir Þór á þessu tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -