Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í kvöld.
Á Akureyri máttu heimamenn í Þór þola tap fyrir nöfnum sínum frá Þorlákshöfn. Þór Akureyri því úr leik þetta tímabilið, 3-1, en nafnar þeirra bíða átekta eftir niðurstöðu úr þeim viðureignum sem eftir eru í átta liða úrslitunum upp á hverja þeir leiki við í undanúrslitunum.
Seinni leikur kvöldsins er viðureign KR og Vals að Meistaravöllum. KR-ingar með yfirhöndina í einvíginu fyrir leikinn 2-1 og geta slegið granna sína út með sigri, en leikur félaganna hófst seinna (20:15) og stendur því enn yfir.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild karla:
Þór Akureyri 66 – 98 Þór
Þór vann einvígið 3-1
KR Valur – Leikur hefst kl. 20:15
KR leiðir einvígið 2-1



