Sjötti maðurinn kom saman á dögunum og ræddi málefni Bónus- og fyrstu deildar karla.
Rætt var um liðna umferð í Bónus deild karla og þá var einnig nokkuð rætt um stöðuna í fyrstu deild karla.
Sjötti maðurinn stillir upp kraftröðun fyrir Bónus deild karla þar sem styrkur liðanna er metinn frá fyrsta sæti niður í það tólfta. Efstir eru Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem unnið hafa átta leiki í röð. Næstir eru Tindastóll og í þriðja sætinu er Valur.
Leita þarf niður í sjötta sætið til þess að finna efsta lið deildarinnar, Grindavík, en þrátt fyrir að vera nokkuð þægilega í efsta sætinu hefur gengi þeirra síðustu vikur ekki verið upp á marga fiska, vissulega verið að vinna leiki, en leikur þeirra ekki talinn nógu góður.
Kraftröðun Bónus deild karla janúar 2026
- Stjarnan
- Tindastóll
- Valur
- Keflavík
- KR
- Grindavík
- Álftanes
- ÍR
- Ármann
- Þór
- Njarðvík
- ÍA




