Íslandsmeistarar Stjörnunnar Kjöldrógu Tindastól í Garðabæ í kvöld í lokaleik 16. umferðar Bónus deildar karla, 125-87.
Eftir leikinn eru Stjarnan og Tindastóll jöfn í 2.-3. sæti deildarinnar með 22 stig hvort, 6 stigum fyrir neðan Grindavík sem er í efsta sætinu.
Atkvæðamestur fyrir Stjörnuna í kvöld var Pablo Bertone með 26 stig og næstur honum var Hilmar Smári Henningsson með 21 stig og 5 fráköst.
Fyrir Tindastól var atkvæðamestur Taiwo Badmus með 22 stig, 4 fráköst og Ivan Gavrilovic bætti við 14 stigum.
Stjarnan: Pablo Cesar Bertone 26, Hilmar Smári Henningsson 21/5 fráköst, Orri Gunnarsson 18/5 fráköst, Seth Christian LeDay 15/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Luka Gasic 11/4 fráköst, Giannis Agravanis 10/5 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 8/5 fráköst, Jakob Kári Leifsson 2, Atli Hrafn Hjartarson 0, Aron Kristian Jónasson 0, Björn Skúli Birnisson 0.
Tindastóll: Taiwo Hassan Badmus 22/4 fráköst, Ivan Gavrilovic 14, Dedrick Deon Basile 13/8 fráköst/8 stoðsendingar, Júlíus Orri Ágústsson 12, Adomas Drungilas 12/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 8/4 fráköst, Davis Geks 4/6 fráköst, Sæþór Pétur Hjaltason 2, Pétur Rúnar Birgisson 0, Víðir Elís Arnarsson 0.




