spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Er Jeremy Pargo aftur á leiðinni til landsins?

Orðið á götunni: Er Jeremy Pargo aftur á leiðinni til landsins?

Hér fyrir neðan eru eitt af þeim atriðum sem Körfunni hefur borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Hávær orðrómur hefur verið þess efnis að Grindavík hafi á nýjan leik samið við bakvörðinn bandaríska Jeremy Pargo.

  • Jeremy er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem er með reynslu úr bestu deildum heims, en á síðasta tímabili skilaði hann 20 stigum, 6 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í 15 leikjum með Grindavík.

  • Þar sem Jeremy er bandarískur og aðeins er leyfilegt er að hafa einn í liðinu hverju sinni eru sögusagninar þannig að Khalil Shabazz muni yfirgefa þá gulu, en líklegir áfangastaðir fyrir hann eru taldir Þór, Ármann eða Haukar.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -