Flestir bjuggust við spennandi leik þegar að Grindavík fék KR í heimsókn í Bónusdeild kvenna í kvöld. Það varð heldur betur raunin því þó heimakonur hafi byrjaði betur þá sigu KR konur framúr og höfðu að lokum sigur, 74-79.
Strax í upphafi leiks var ljóst að það yrði á brattan að sækja fyrir gular því Isabella Sigurðardóttir og Ellen Nystrom voru ekki með í kvöld. Það stöðvaði heimakonur þó ekki í byrjun því krafturinn í heimaliðinu var smitandi og þær leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 30-17.
KR konur höfðu þó alls ekki játað sig sigraðar. Þær unnu annan leikhluta 20-13 og leikurinn í algerum járnum. KR reyndist svo sterkari í síðari hálfleik þar sem vörnin small saman og Grindavík átti í stökustu vandræðum með að koma stigum á töfluna. Niðurstaðan sú að KR sótti gull í greipar gulleitra Grinvíkinga og unnu sigur 74-79.
Stigahæst í liði KR var Molly Kaiser með 30 stig en hjá Grindavík var Abby Beeman atkvæðamest með 26 stig.
Grindavík: Abby Claire Beeman 26/10 stoðsendingar/5 stolnir, Farhiya Abdi 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 13/4 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 11/8 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 5, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 3/5 fráköst, Ólöf María Bergvinsdóttir 2, Isabella Ósk Sigurðardóttir 0, Edda Geirdal Kjartansdóttir 0, Telma Hrönn Loftsdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0.
KR: Molly Kaiser 30/10 fráköst/5 stoðsendingar, Eve Braslis 16/4 fráköst, Rebekka Rut Steingrímsdóttir 15, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 12/5 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 5/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hanna Þráinsdóttir 1, Lea Gunnarsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Anna María Magnúsdóttir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0, Arndís Rut Matthíasdóttir 0, Kristrún Edda Kjartansdóttir 0.



