Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu botnlið Granada í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 84-88.
Tryggvi lék tæpar 32 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 9 stigum, 7 fráköstum, 4 stoðsendingum og 4 vörðum skotum.
Eftir leikinn eru Tryggvi og félagar í 9. sæti deildarinnar með níu sigra og átta töp það sem af er deildarkeppni.



