Jón Axel Guðmundsson og nýliðar Burgos í ACB deildinni á Spáni máttu þola eins stigs tap í dag gegn Lleida, 73-72.
Jón lék rúmar 14 mínútur í leiknum og var með fimm stig og stoðsendingu.
Eftir leikinn eru Burgos í 17. sæti deildarinnar með þrjá deildarsigra það sem af er keppni.



